Þollákur, amm, mjög lútherskt, reyndar aðallega mjög íslenskt þar sem öllum er sama um Þorlák sjálfan. Fréttirnar á þessum degi eru endursýndar, Laugarvegurinn, friðarganga, jólaveðri og skatan. Aldrei hef ég smakkað skötu og ég mun aldrei gera það enda er þetta bara viðbjóður, maður þarf víst líka að drekka brennivín með til að geta troðið þessu í sig og það myndi ég aldrei gera. Einu sinni gerði ég þau mistök að fara út að borða á Þollák og lenti í miðri skötuviðbjóðnum með hamborgarann minn. Ekki smekklegt.
Ég hef engar Þollákshefðir lengur, enginn jólakortaútburður, engar skreytingar á síðustu stundu (eða bara alls ekki) en The Odd Couple er í sjónvarpinu á eftir og það verður gott. Síðan er það bara að fara snemma að sofa því þá koma jólin fyrr. Eða þannig. Síðan er sund og Muppets Christmas Carol á morgun.