Ég á mér ekkert hlutverk á þessum tíma á Aðfangadegi, búinn að horfa á Prúðuleikarana og búinn að fara í sturtu og sund. Amm.
Á eftir fer ég í jólafötin, ég er aðeins of feitur fyrir buxurnar en það reddast. Ég er ekkert ósáttur við að ég sé of feitur fyrir þessar buxur enda hefði ég ekki komið þeim nema hálfa leið upp í fyrra, þetta er allt að koma. Buxurnar frá því í fyrra eru einsog tjald.
Ég fékk annars ekki möndluna en það er annað tækifæri í fyrramálið.
Það versta við að vera ekki á Akureyri um jólin er að geta ekki farið í kirkjugarðinn en ég fer nú þangað í nær hvert skipti sem ég fer þangað.
Eygló belja er búinn að giska rétt á hvað hún fær í jólagjöf, á næsta ári fel ég gjöfina eða læt hana í risastóran kassa og pakka honum inn.
Ef einhver er óánægður með gjöf sem hann fær frá mér eða okkur Eygló þá er hið eina rétta að hoppa út í búð og skipta í eitthvað almennilegt, við verðum ekkert sár nema ef gjöfin endar ónotuð upp í hillu.
Jæja, enn og aftur Gleðileg Jól!