Ekkert spennandi gerist hjá mér, horfði reyndar á Two Towers í lengdri mynd í dag og það voru nokkur atriði þar sem mér fannst bæta ýmsu við. Gaman gaman, síðan er það bara að horfa á aukaefnið.
Ég er búinn að klára Tolkien og Hringinn, það vakti hjá mér löngun að kafa dýpra í þennan nördaskap en ég hef áður gert. Ég er núna að lesa LotR aftur, ég hef reyndar ekki lesið hana afskaplega oft einsog sumir, þetta er bara í þriðja eða fjórða skiptið.
Ég er að lesa hina jólabókina með, Þjóðerni í þúsund ár?, eina og eina grein í senn. Ég hafði bara lesið eina grein úr bókinni áður en hún fór á listann minn en hinar greinarnar eru ekkert að svíkja.
Síðan er ég að þýða, reyndar eru það ekki nema svona níu blaðsíður.