Áhugaverð kynnisferð

Í morgun var fyrsti hluti kúrs sem fjallar um Landsbókasafnið. Byrjað var á að á að hlusta á Sigrúnu Klöru og sagði hún margt áhugavert, veitti okkur innsýn í skemmtilegu hluta starfs hennar og einnig í allt ruglið sem hún þarf að standa í. Eftir þetta fórum við í kynnisferð um safnið, aðallega kjallarann. Ótrúlega margt áhugavert þarna. Ég fékk meiraðsegja að kíkja á nokkur bréf Laxness sem var verið að fara yfir þó það sé í raun líklega bannað (ætti samt að vera í lagi þar sem ég er ekki sjálfstæðismaður sem ætlar að skrifa um Halldór). Fengum að sjá geymslur, bókband, skönnun á gömlum blöðum og helling í viðbót, bókasafnsfræðinördaparadís.

Þó ég sé byrjaður aftur í skóla þá þýðir það samt ekki að ég sé búinn að fá útúr öllu því sem ég var í á síðustu önn, reyndar hef ég bara fengið eina einkunn. Pirr, pirr.