Jakki og nýjir skór

Við fórum í Smáralindina og loksins náði ég að kaupa nýja skó, þeir gömlu voru frekar þreyttir og illa farnir þannig að þetta var mikið gæfuspor, ég held að það séu svona tvö ár síðan ég byrjaði að leita. Til að toppa þetta þá náði ég líka að redda mér jakka, það voru meiraðsegja til tveir góðir jakkar þarna í Hagkaup og ég gat valið á milli þeirra! Sá nýji er með gsm-síma hólf sem er nógu stórt fyrir minn gamla síma. Þetta er notalegt en Eygló þurfti að kommenta á að þegar ég væri kominn í þennan fína jakka og þessa fínu skó þá væru buxurnar ekki nógu fínar. Ég fór semsagt inn druslulegur (jafnvel á minn mælikvarða) og kom út fínn (reyndar aðallega á þessum sama mælikvarða mínum).

Annars veifaði Katrín Jakobs okkur víst í rúllustiganum en ég var svo upptekinn af nýju skónum mínum að ég sá hana ekki. Svona er þetta, loksins er einhver sem maður þekkir eitthvað kominn í áhrifastöðu og maður kemur út einsog maður sé að hunsa hana. Ekki nógu gott 😉