Og vinnulagið komið

Ég var loksins að fá einkunn í Vinnulaginu eftir svona tveggja mánaða bið, ég fékk 8,5 sem er náttúrulega mjög fínt. Ég er sáttur við einkunnirnar sem komnar eru. Er annars ekki óvenjulegt að maður sé með hærri einkunnir í háskóla en í framhaldsskóla? Segir kannski að ég hef ekki lagt nóg á mig í framhaldsskóla, ekki verið í stuði eða bara ekki haft nægan áhuga. Þetta er allavega gott því þessar einkunnir skipta máli. Ég hef einfalt markmið og það er vera með nógu háa meðaleinkunn til að geta farið í MA.-nám, ekki þó MLIS enda hefði ég aldrei þolinmæði í það.