Gítarleikari Queen um varnir á geisladiskum

Brian May gítarleikari úr Queen er með pælingar um læsingar á geisladiskum. Hann er sannfærður um að allar slíkar tilraunir hafi verið dauðadæmdar frá fyrstu stundu og hafi aðallega orðið til þess að valda heiðarlegu fólki vandræðum. Hann nefnir líka dæmi um að tónlistarmenn hafi grætt á því að tónlist þeirra gangi á netinu. Brian vill efla aðrar hliðar útgáfunar, láta aukadisk fylgja með eða vanda umbúðir til að hvetja fólk til að kaupa. Hann ætlar að berjast gegn því að læsingar verði látnar á Queendiska.

Einsog allir vita þá var metár í tónlistarútgáfu og sölu held ég líka á Íslandi í fyrra. Hefði meira verið gefið út ef fólk væri ekki að taka inn tónlist af netinu? Ég efast um það. Sigur Rós græddi heilmikið á því að tónlistin þeirra gekk á netinu og ég efast ekkert um að netið eigi almennt stóran þátt í því í hve vel íslenskum tónlistarmönnum gengur núorðið, fjarlægðin er miklu minna mál en áður.

En að sjálfsögðu kvarta plötufyrirtækin og málpípur þeirra af því að vald þeirra minnkar.