Einar minnist á netpróf til að athuga hvort karlmenn séu metrósexúal, Einar fékk 25 af 50 og er því metrósexúal. Ég fékk hins vegar 6 stig af 50 mögulegum og dóminn: „Stud! You’re a manly man! May I suggest some more contact sports like football? You can watch big, strong athletes sweat away as they tap each other’s ass“. Get ekki sagt að þessi dómur eigi við um mig því þetta gefur til kynna að ég fylgist með íþróttum.
Stig fékk ég fyrir að hafa notað naglalakk, fyrir að hafa plokkað augbrúnirnar (til koma í veg fyrir að ég hafi bara augabrún) og ég hef verið kallaður hommi.
Ég vill taka fram að ég er mjög hreinn þó ég noti ekki snyrtivörur.