Stór bunki af diskum

Eftir að hafa keypt nokkra diska í gær þá ákváðum við að fara í gegnum diskana okkar til að sjá hve marga við ættum eftir að láta inn á harða diskinn. Ég bjóst við að þetta væru bara örfáir en þegar við vorum búin að fara í gegnum þá kom í ljós að það ótrúlega margir. Við eigum eftir að vera nokkra daga að þessu.

Það kom annars svoltið skrýtið í ljós, þegar við vorum búin að rippa diskana hennar Emilíönu þá virtust tveir þeirra hverfa. Það voru tvær möppur sem hétu Emiliana og Emilíana, Love in the Time of Science virtist vera í þeim báðum en Merman og Krúsídúlla fundust hvergi. Ég restartaði tölvunni og þá fundust týndu diskarnir en týndust síðan aftur. Ég tók mig til og eyddi möppunni sem hét Emiliana, þá birtust týndu diskarnir í hinni möppunni. Grunar að Win XP home ed eigi í vandræðum með íslenska stafi því það fyrir nokkru kom upp vandi með lögin Hjarta Mitt og Hjarta Mítt af Krákunni hennar Eivarar. Verð að láta upp Pro á fartölvunni.