Sjónvarpið okkar var að deyja, það var orðið leiðinlegt í sumar en lagaðist aftur. Fyrir svona viku tók ég eftir að það var aftur byrjað að klikka aðeins þó það hafi ekki verið áberandi. Síðan ætlaði ég að kveikja á því áðan og þá kom rauða ljósið en engin mynd og ekkert hljóð. Ég kveikti og slökkti nokkrum sinnum en hætti því þegar ég fann smá brunalykt. Veit einhver hvað það þýðir?
Sjónvarpið er orðið 10 ára, kostaði heilmikið á sínum tíma en er líklega alveg búið að vera núna. Margar góðar stundir með því. Líklega kaupum við nýtt sjónvarp á næstunni, förum úr 27″ í 28″.