Þýðingarrifrildi

Þegar ég var í grunnskóla, sjöunda bekk minnir mig, reyndi ég án árangurs að sannfæra bekkjarfélaga mína um að orðið nerd þýddi ekki busi einsog þeir héldu fram. Ástæðan fyrir því þeir héldu þetta er að titill myndarinnar Revenge of the Nerds var á sínum tíma þýddur sem Hefnd busanna eða eitthvað álíka.