Sniglar

Ég smakkaði snigla í gær og ég verð að segja að það var ekkert merkilegt við þá. Allt hugsanlegt sniglabragð var farið og hvítlauksbragð komið í staðinn. Þetta hefði getað verið hvað sem er í hvítlauksolíu og bragðið hefði verið eins. Snobbmatur.

5 thoughts on “Sniglar”

  1. Núna er Eygló fúl yfir því að þú hafir ekki skoðað hennar færslu um máltíðina sem ég vísaði á hérna í færslu minni.

  2. Ég skoðaði færsluna hennar tveimur mínútum eftir að ég skoðaði þína 🙂

  3. Sniglar þurfa út af fyrir sig alls ekki að vera bragðlausir, það fer alveg eftir því hvað þeir hafa étið því þeir taka mjög mikið í sig bragð af fæðunni. Þessir niðursoðnu/frosnu sem hér fást hafa yfirleitt verið aldir á einhverju bragðlausu og eru því bragðlitlir sjálfir. Ég hef fengið mjög góða snigla úti á Krít sem höfðu áreiðanlega fengið töluvert af timjani. Og ekki hvítlauksarða á þeim, bara ólífuolía, rauðvín og kryddjurtir.

Lokað er á athugasemdir.