Hakkarinn góði

Ég var að velta því fyrir mér hvenær Ásgeir færi að kommenta um það að ég er búinn að vera að umbylta síðunni hans. Ég er búinn að samræma litina á henni og búinn að bæta við nokkrum íslenskum stöfum í hlekkina í því skyni að benda honum á að það er hægt. Ég bætti loksins við teljara og þá loksins eitthvað fatt í manninn í gær:
„Nýkominn með teljara aftur eftir langt hlé“
Ekki orð um það meira hjá honum.

One thought on “Hakkarinn góði”

  1. Þú vondi maður! Ég var búin að fá mér teljara en taldi að ég hefði sett hann vitlaust inn – og var alltaf á leiðinni að gera þetta rétt þegar hann birtist allt í einu. En það er sem sagt þú sem ert ábyrgur fyrir því að núna sést ekki á síðunni færslur nærri því tvö ár aftur í tímann? Það er náttúrulega algjör skandall, enda treysti ég archivinu aldrei 🙂 Svo er alveg til vandræða hvað síðan er snögg að hlaða sig inn núna …

Lokað er á athugasemdir.