Góður Axl

Við duttum inn á PoppTíví og þar eru tónleikar með Guns ‘N’ Roses. Við stoppuðum þar. Mér til mikillar furðu tók Axl sig til og söng erindi úr Sail Away Sweet Sister af Queenplötunni The Game án undirleiks. Ég var ánægður með það hjá honum.

Verst með plötuna hans. Brian May úr Queen, sem spilar einmitt á plötunni, segir að hún sé frábær en Axl sé of mikill fullkomnunarsinni. Ég hefði viljað fara á tónleika með GnR þegar Brian var að spila með þeim.

Annars var verið að tilkynna um komu Deep Purple og Uriah Heep í sumar, saman sagt. Hvernig er með Uriah Heep? Eru upprunalegir meðlimir ennþá að spila þarna? Eru þeir komnir yfir síðasta söludag. Einhvern veginn er ég spenntari fyrir Uriah Heep heldur en Purple… Hef ekki hlustað nægilega á þessar hljómsveitir en ég tel líklegt að ég fari, hver vill með?