Skannandi inn myndir og felandi peninga

Ég er búinn að skanna inn svona 400 myndir síðan í gær, sjálfvirknin á skannanum gerir það að verkum að þetta er ekki eins leiðinlegt og þetta hljómar. Það er alltaf skrýtið að sjá hvernig maður tók heilllöng hlé frá myndatökum, stafræna vélin gerir mann mikið duglegri.

Ég tók annars eftir því að myndavélin sem ég átti var með skakkt mið, það vantar ótrúlega oft vinstra megin á myndunum.

Ég fann líka svoltið áhugavert, undir mynd sem ég hafði tekið af stelpu sem ég var skotinn í var blaðaúrklippa með handaboltaliðinu hennar, þetta hefur væntanlega verið þarna í 12-13 ár.

Þegar ég var að byrja í unglingavinnunni þá átti ég það til að fela peninga fyrir sjálfum mér. Það var alltaf gaman að finna fimmhundruð kall á veturna þegar ég var algerlega peningalaus. Ég faldi peningana til dæmis undir myndunum í myndaalbúminu og í myndarömmum.