Þegar ég var að klára vinnudaginn þá hringdi Ásgeir í mig og vildi fara í körfubolta. Nokkrum mínútum seinna sendi hann mér sms og bað mig um að draga einhvern með mér þannig að á leiðinni heim hirti ég Halla upp í bílinn. Ásamt Ásgeiri mættu bæði Lalli Palli og Starri.
Á fyrstu mínútu fyrsta leiksins sá ég eftir að hafa farið í stuttbuxur þar sem ég hruflaði mig á hnéinu. Ég fann flestalla leiki mína enda náði ég að vera í þriggja manna liðum lengst af, ég tapaði hins vegar þremur síðustu leikjunum. Fjör, of langt síðan maður hefur hreyft sig svona mikið og harkalega.