Týr rokkuðu líka í kvöld, ég var ánægður, myndi helst vilja elta þá um landið en ég læt það vera. Vona að þeir komi fljótt aftur. Ég á væntanlega eftir að láta inn fleiri myndir en hér eru tvær til að byrja með:
Þessi mynd er í raun ekki myndin sem átti að taka heldur er verið að setja fólk í stellingar og mér fannst hún bara svo skemmtileg að ég varð að setja hana inn. Þetta eru semsagt Kári, Eivör og Heri. Ég sýndi Eivöru þessar myndirnar sem ég tók af þeim, hún var mishrifinn.
Fanboy myndin, raunar voru þeir búnir að stilla sér upp fyrir myndatökur með öðrum þannig að ég ákvað að stökkva á þá líka og fá mynd af mér með þeim öllum. Þeir voru alveg búnir á því, spiluðu í tæpa tvo tíma án þess að taka sér hlé. Ef ég man rétt þá er röðin frá vinstri: Heri, Óli, Ottó, Gunnar (sem var sérstaklega frábær í kvöld) og Kári.
Þrátt fyrir að Ottó sé að létta á honum Heri (og Ottó er góður, það er enginn vafi) þá sér maður Heri samt taka þessi ótrúlegu sóló á meðan hann syngur um leið, það er ekki á færi hvers manns.
Núna er það sturta og svefn.