Og ég lét verða af því

Í nótt kom ég heim af tónleikum og fór að spjalla við Bigga, minntist á hve frábær Gunnar hefði verið á bassanum og að mig hefði alltaf langað til að spila á bassa (og í raun líka á trommur), ég talaði líka um að á unglingsárum hefði mig langað að læra á píanó. Ég sagði líka að væntanlega væri einfaldast að kaupa sér ódýran gítar og prufa sig áfram þannig. Biggi hvatti mig áfram, sagði að rétta leiðin væri bara að prufa sig áfram og áðan fór ég og keypti ákaflega ódýran (og væntanlega lélegan) gítar í Hagkaup.

Nú er um að gera að fá Aðalstein frænda í heimsókn (eða fara í heimsókn til hans) til að láta stilla gítarinn (ég held að hann sé ekki stilltur en hvernig á ég að vita svonalagað). Ég er ákaflega ánægður, oft hef ég verið að spá í að gera eitthvað svona en loksins lét ég verða af því og ætla að læra á gítar á gamalsaldri.

4 thoughts on “Og ég lét verða af því”

  1. Bara brilljant!
    Farðu svo bara á olgu og pikkaðu upp slagara.

    Ég lærði líka gripin á netinu, fann einhverja síðu sem sýndi fingrasetningar og svo er bara að strömma daglega og gefast ekki upp.

    Til hamó!

Lokað er á athugasemdir.