Merkilegt, ég var að fletta Rolling Stone og þar er Robert Smith úr The Cure að tala illa um Queen. Hann var spurður um álit sitt á The Darkness og svaraði:*“Well, I never liked Queen. I can honestly say I hated Queen and everything that they did. To have that rehashed and reheated for a second time around is pretty weird. So, no, I don´t like The Darkness at all. I think they’re a comedy band.“*
Það var eitthvað við þetta sem hressti mig vel og vandlega, þetta blinda, tilgerðarlega og heimskulega hatur. Ef maður tekur hann alvarlega þá hefur hann hlustað á hvert einasta Queenlag komist að þeirri niðurstöðu að hann hataði það en að sjálfssögðu hefur hann ekki gert það. Hann er einmitt ekki heiðarlegur vegna þess að hann er að ýkja, ég gæti trúað honum ef hann hefði sagt: *“Ég hef hatað öll Queenlög sem ég hef heyrt“*. Að sjálfssögu er manninum frjálst að hata Queen og lýsa þeirri skoðun sinni en hann er bara að reyna að æsa fólk upp (og mistekst það).
Dómur hans um The Darkness er síðan út í hött, þó að ímynd hljómsveitarinnar líkist ímynd Queen þá er tónlistin í raun ekkert það lík, ef Robert Smith þekkti þessar hljómsveitir raunverulega þá myndi honum ekki detta í hug að segja þetta. The Darkness er enginn eftirhermuhljómsveit þó þeir séu augljóslega miklir Queenaðdáendur. The Darkness hefur augljóslega húmor fyrir sér, einsog Queen hafði þó, þeir gangi nú oft lengra. Þú getur ekki hlustað á Queen eða Darkness án þess að hafa húmor fyrir tónlistinni og fyrir sjálfum þér í leiðinni. Schubert á háum hælum með Hoover ryksugu í hendinni.
Mér fannst Robert Smith allavega koma bara kjánalega út þarna, hann kann ekki að móðga fólk almennilega, ólíkt til dæmis Freddie.
Það er greinilega alltof lítið að gera í vinnunni þegar ég nenni að skrifa svona langan texta um eitthvað jafn ómerkilegt.
Augljóslega ekki.
Annars þá fann ég tilvitnun í Smith þar sem hann sagði að Freddie Mercury (þá með Queen) hefði verið það skástur af þeim sem komu fram á Live Aid („Freddie Mercury was ok“), það er í töluverðu ósamræmi við það sem hann segir í Rolling Stone um að hann hafi hatað allt sem Queen hefur gert. Sýnir að ég hafði rétt fyrir mér að hann var bara að reyna að angra fólk með þessu, mislukkaður greyjið.
Það er röng ályktun hjá þér Himmi, Smith gladdi mig alveg óendanlega með kjánaskap sínum.
Robert Smith er langflottastur.
Einhvern virðist honum þó hafa tekist að angra.