Draugarass

Ég skellti mér á þrennu/mixið tilboð í Hagkaup áðan, raunar var ég aðallega að eltast við einn disk og það var Placebodiskurinn Sleeping with Ghosts með auka coverlagadiski. Eftir smá umhugsun valdi ég Nevermind með Nirvana, algjör synd að eiga ekki þennan klassíska disk fyrir (gaman angra antígrungeliðið). Eygló valdi síðan skítlélegan dvddisk með, ég nefni hann ekki einu sinni.

Ég ætlaði reyndar ekki að ræða tónlistina beint heldur að ég rakst á áhugaverða klausu um það hvernig Sleeping with Ghosts slapp í gegnum ritskoðun. Einsog þið sjáið vonandi þá sést kvenmannsrass framan á disknum, slíkt er ekki vinsælt í Bandaríkjunum en einhvern veginn slapp þessi rass í gegn. Vitið þið hvers vegna? Af því þetta er gegnsær draugarass. Ég á afar erfitt með að skilja svona röksemdafærslu.