Ef þið vissuð það ekki þá er Internet Explorer rusl, hendið honum og farið á heimasíðu Opera til að komast inn í nútímann. Ef þið eruð hrædd um að þurfa að venjast nýjum vafra þá getið þið síðan farið á sérsniðarsíðuna þar sem hægt er að breyta útliti Opera þannig að hann minni á IE.
Það sem fékk mig til að fara í fýlu við IE í þetta skipti er að hann þolir greinilega ekki nema ákveðna lengd af slóðum, slóðin á Molana mína hér við hliðina var orðin of löng þannig að þeir birtust bara ekki. Helvítis kjaftæði. Ég er núna að vinna í því að taka út vefritin og ónauðssynlega hluta vefslóða. Þetta ætti að virka núna.
safari er líka verulega flottur, en bara til fyrir makka, held ég! hrikalega pirrandi að þurfa að fara yfir í ie þegar ég er í vinnunni!
NB: Þetta er nákvæmlega sama ástæða fyrir því að Microsoft segir sín forrit virka svona eða hinsegin (þegar þau virka í raun ekki)
!It is not a bug, it is a feature!’