Enga Íra, svertingja né hunda

Ég las sjálfsævisögu Johnny Rotten núna nýverið, hún heitir No Irish, No Blacks, No Dogs. Ég fræddist mikið um Sex Pistols tímabilið, komst meðal annars að því að Sid Vicious var ABBA-aðdáandi, það þótti mér áhugavert.

Rotten reynir ekki að vera góður né vondur við neinn þó hann sé óvæginn, hann segir frá mistökum sínum og talar jafnvel einstaka sinnum vel um McLaren. Inn á milli eru síðan kaflar þar sem aðrir koma með álit sitt, til dæmis Paul og Steve úr Sex Pistols, pabbi Rotten og Billy Idol, stundum er álit þessa fólks á atburðunum allt annað en álit Rotten sem gefur þessu skemmtilega vídd.

Þumlar upp fyrir þessa bók.