Amazon pantanir

Jæja, ég er aftur að fá sendingu frá Amazon, tengdó heldur væntanlega að ég fái svona á hverju kvöldi af því ég fékk líka pakka þegar hún var hérna síðast. Í þetta skipti var sendingin í raun tvíþætt, annars vegar frá co.uk og hins vegar com, BNA og Bretland.

Í pökkunum voru:

  • Atheism: The Case Against God, ég byrjaði einhvern tíman að lesa hana á tölvutæku formi og vissi að ég þyrfti að eiga hana, allir ættu að lesa hana. Í fyrstu köflunum bendir hann manni á spurningar til að spyrja trúmenn sem leiða til þess að maður getur afskrifað þeirra Guð (ef þeir svara en fæstir þeirra gera það).
  • Armageddon: The Musical eftir Robert Rankin
  • They came and ate us: Armageddon 2: The B-Movie eftir Robert Rankin
  • The Suburban Book of the Dead: Armageddon 3: The remake eftir Robert Rankin.

Væntanlega verður þetta steikt ferð um hugarlendur Rankins.

  • The Man with two Brains með Steve Martin sem leikur Dr. Michael Hfuhruhurr, klassískt verk frá gulltímabili hans þegar honum var leikstýrt af Carl Reiner. Fyrsti flutningur á ljóðinu O, Pointy Birds
  • True Romance special edition dvd, aukaleikararnir fullkomna þessa mynd: Brad Pitt, Gary Oldman, Dennis Hopper, Christopher Walken og svo framvegis.
  • Reservoir Dogs special edition dvd, mynd um litakalla.
  • Pulp Fiction special edition dvd, óþarfi að kynna þessa mynd.

Og þetta er eiginlega allt sem ég fékk núna.

O, pointy birds

O, pointy birds,
o, pointy pointy,
Anoint my head,
anointy-nointy.
John Lillison, helsta einhenta skáld Englands