Rss þjónusta

Ég hef lengi vonað að einhver tæki að sér að þjóna bloggurum og blogglesurum sem vilja fá rss-yfirlit, slíkt hefur nefnilega ekki verið almennilega fyrir hendi eftir að hætt var að uppfæra rssmolana. Nú hefur Gunnar Freyr stokkið til og útbúið slíka þjónustu og mér sýnist hún vera mjög fín. Það er reyndar eitt atriði sem mér finndist að ætti að vera öðruvísi, á þessum yfirlitum koma upp margar færslur frá sama notandanum, sumir vilja hafa það þannig en ég vil bara eina færslu frá hverju í yfirlitið (sjá aðalsíðuna).

Síðan er nauðsynlegt að hafa allavega hálfsjálfvirka skráningu í þessu, ég er með fjöldann allan af fólki sem ég myndi vilja bæta við og mér finnst eiginlega of mikið að fara senda allan þennan lista á Gunnar. Síðan er yfirlitið frá Vantrú gallað, veit ekki hvers vegna það er en við ættum að geta reddað því.

Ég mun væntanlega taka þetta kerfi í þjónustu mína um leið og ég get bætt við fólki, það gætu verið allt að tíu manns sem vantar þarna inn í, það lagar líka vandamálið með of löngu slóðirnar í IE (sem er sérstaklega vandamál þegar fólk notar vefslóðir einsog hversdagsamsturvesteins.blogspot.com).