Langt síðan ég hef haft getraun hérna og í tilefni af kvikmyndakvöldinu þá er viðeigandi að spyrja um Prúðuleikarana og þá sérstaklega minn uppáhalds karakter.
Hvað átti Gunzo upphaflega að vera? Þessu var breytt þegar á leið, hann hefur verið kallaður weirdo, a whatever og síðast geimvera en hvað átti hann upphaflega að vera? Svör í kommentakerfið.
Hrikalega vöðvastæltur páfagaukur?
Rangt.
Það er alveg rétt hjá Nönnu, upphaflega var Gunzo gammur, það kemur fram í einhverjum af fyrstu þáttunum en síðan var horfið frá því. Til hamingju.
Tilberi? Ég þurfti að fletta því upp og það er rangt.
Ég vil fetta fingur út í það að svar Hr. Pez sé rangt. Það má vissulega til sanns vegar færa að þetta er ekki svarið sem samsvarar spurningunni, en þetta er engu að síður laukrétt svar samkvæmt mínum kokkabókum. Bravó. Hr. Pez!
Hann hefur alltaf minnt mig á meinlausa útgáfu af hrægömmunum í Disney-teiknimyndinni um Mjallhvíti. Svo að ég ætla að giska á gamm.
Ég man að í Prúðuleikarabók sem ég átti þegar ég var yngri var sagt að hann væri tilberi! Ég hef hallast að því alla tíð síðan.