Bloggvinsældir

Kerfið á nýju rss veitunum hjá mikkavef er þannig að það er auðvelt að sjá hver á hvern lista ef sá hinn sami hefur augljóst notendanafn, fólk sér að urlið endar á gneistinn og veit það er ég sem ber ábyrgð á þeim lista, það þýðir þó ekki að ég sjálfur hafi verið að koma í heimsókn heldur kannski bara einhver gestur minn.

„Hver er með mig á sínum lista?“
„Hvað kom margir til mín af þessum lista?“
Svona pælingar verða án efa komnar í gang innan skamms ef þær eru það ekki nú þegar, sérstaklega ef að yngri bloggarar fara að koma inn á þetta.