Það eru fáir sem vita ekki að Queen og David Bowie gerðu saman lagið Under Pressure, það varð til með spuna einsog heyrist vel á laginu, minnir að síðan hafi John Deacon klárað lagið að mestu. Færri vita hins vegar að á sama tíma var tekið upp annað lag, það heitir Cool Cat. Lagið var aldrei gefið út með söng Bowie, það er hins vegar auðvelt að nálgast þá útgáfu en bara í frekar lélegum gæðum.