Ég hef verið hrifinn af Marilyn Manson í mörg ár núna (frá því að Árni Þorlákur kynnti mig fyrir honum) en ekki verið nógu duglegur að kaupa diska með honum, nú lagði ég hins vegar í Best of diskinn, Lest We Forget. Það er góður pakki þar sem myndböndin fylgja með á dvd disk.
Snilldarlög þarna, The Dope Show hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi til dæmis, coverið af Sweet Dreams er líka flott (þó ég sé líka hrifinn af upphaflegu útgáfunni), The Beautiful People er náttúrulega snilldarlag og nýja lagið á plötunni er Personal Jesus. Textarnir hitta mjög oft í mark, til dæmis er alltaf gaman að syngja þessa línu:
I’m not a slave to a god that doesn’t exist
Mæli með Manson, hann er vanmetinn tónlistarmaður.