Vondur við Bigga

Ég var ákaflega vondur við Bigga áðan, hafði reddað mér myndbandsspólunni *Garg* með Sálinni og var að horfa á þegar hann leit inn (reyndar var það ekki sérstaklega planað). Biggi lauk erindinu og kom sér fljótt aftur út, ég skyldi það þegar ég sá næsta atriði, hann að útskýra notkun gamalla áburðapoka í trommuhúðir. Síðan kom Birgir að spila á gítar og að lokum Biggi að syngja. Hinir hápunktarnir voru Stefán Hilmarsson að væla yfir því að húfunni hans var stolið og einnig þegar Stefán fékk bassa á kjaftinn.