Hann glöggur

Ég var að rekast á Borgnesing sem er jafnaldri Aðalsteins frænda, ég þekkti hann ekkert sérstaklega vel á sínum tíma en mundi nafnið hans (sem er frekar sjaldgjæft). Til að þekkja hann þurfti ég bæði nafnið hans og að vita að hann væri frá Borgarnesi. Þegar ég spurði hann út í þetta og nefndi að ég hefði átt frænda sem bjó rétt hjá honum þá giskaði hann strax á Aðalsteinn og náði síðan að rifja upp nafnið mitt! Það er nokkuð gott miðað við einhvern sem ég man varla eftir að hafa hitt síðan ég var kannski 10-14 ára. Ég hélt að ég væri glöggur að muna eftir honum en hann náði alveg að máta mig.

Ég eyddi töluverðum tíma í Borgarnesi þegar ég var ungur.