Aftur í ljósið

Það er alltaf svo gaman að finna Queentilvísanir í bókunum hans Robert Rankin, í þetta skipti var hann nógu góður að koma með vísun í lag af sólóplötu Brian May. Annars þá er brilljant kafli í þessari, The Most Amazing Man Who Ever Lived, sem varðar bókasöfn. Ég er í Cornelius Murphy trílógíunnni, þær hafa töluvert skiljanlegri söguþráð en aðrar bækur hans, eða kannski ekki. Þessi bók markar annars þann tímapunkt að ég er búinn að lesa allar bækur hans nema þá allra nýjustu sem ekki er komin út í kilju. Verð að þakka Bjössa fyrir að kynna mig fyrir kallinum, verð að muna að kíkja á bloggið hans Bjössa, finna nýja svæðið hans.