Ég er að breyta innanhúsnetinu hérna. Ég er ennþá bundinn af snúrum, fer ekki í þráðlaust fyrren við flytjum héðan. Ég verð reyndar að kaupa eitthvað af snúrum til að geta lagt þær þannig að það fari lítið fyrir þeim. Ég er annars búinn að leggja grunnvinnuna, núna ligg ég upp í rúmi og skrifa þetta.
Annars þá dreymdi mig undarlegan draum í nótt. Ég var stjúpbróðir Eminem og ég var að gista heima hjá honum. Það voru alltaf með honum einhverjir fleiri rapparar (heitir hljómsveitin ekki D12 eða eitthvað) með honum, ég var að vanda mig að vera svalur í kringum. Bjánalegt að Eminem komi í drauma mína þar sem ég er ekkert sérstaklega hrifinn af honum. Ég hef reyndar séð mikið af nýja myndbandinu hans þegar ég hef verið á hlaupabrettinu, það er nú svoltið fyndið.