Miracle – Queen coverhljómsveit

Jæja, Miracle á leið til Ísland. Flott. Ég vissi að það væri Queen coverhljómsveit á leiðinni en að þetta væri Miracle vissi ég ei, bjóst við að þetta væri eitthvað krapp. Miracle er líklega besta Queen coverhljómsveitin, þetta hef ég lengi heyrt úr mörgum áttum. Queenaðdáendur ættu allir að drífa sig, þið ættuð reyndar líka að hafa gaman að þessu nema að þið hafið einhverja andúð á Queen.

Það er reyndar frétt um þetta á Queenzone en sú fór alveg framhjá mér af því ég hélt að titillinn Miracle on Ice vísaði til einhver ísdans við Queenlög, smá misskilningur hjá mér. Annars þá kemur þarna fram að fjöldi erlendra, mesta hollenskra væntanlega, Queenaðáenda sé á leiðinni með hljómsveitinni. Þetta ætti að vera gaman.

Um næstu helgi á Nasa, bæði föstudag og laugardag.