Stofugangur hafinn

Ég er byrjaður að fara með boðskap Háskólalistans í kennslustundir. Það hefur gengið afar vel, nema að einn tími var felldur niður vegna veikinda kennara, reddum því seinna.

Áðan þá fórum við með Röskvu í tíma hjá stjórnmálafræði. Nokkrir Vökuliðar laumuðu sér síðan í salinn til að fylgjast með. Þetta svínvirkaði, miklar umræður og þá sérstaklega um kosningakerfið.

Við erum með úrvalshópa í þessu, ég hef trú á að við komum mjög vel út.