Til hamingju stúdentar

Flestallir óska mér til hamingju með að Elli sé orðinn formaður og furða sig um leið á þeim kjánalátum sem ákveðnir aðilar eru með. Annars þá held ég að það ætti að óska stúdentum öllum til hamingju með að fá svona hæfan formann.

Ég minni annars á grein mína um málið á Háskólalistasíðunni. Sú grein er afbragð og frábær hef ég sagt og heyrt. Smávægileg umfjöllun á lýðræði fyrir þá sem ekki skilja.