Appelsínugular tölvur

Ég fór í dag á skrifstofu Stúdentaráðs, við erum að mála hana appelsínugula í tilefni valdatöku Ella. Eða ekki, þeirri kröfu Háskólalistans var aldrei svarað. Reyndar var ég aðallega að aðstoða við tölvuvandræði. Þetta virðist annars vera að ganga nokkuð vel. Á mánudaginn var stjórnarfundur þar sem skipað var í nefndir og metnaði mínum var fullnægt, ég er í Menntamálanefnd. Það verður áhugavert. Spurning hvort að þetta verði ekki síðasta færslan í þessum flokk og ég búi ekki til almennan flokk um málefni Stúdentaráðs.