Lokað fyrir sárið

Jæja, talvan hefur staðið á gólfinu síðan í janúar opin fyrir öllu. Ég þurfti að hirða myndir af gömlum hörðum disk þannig að ég beið alltaf með það að loka henni en alltaf tafðist þetta. Ég kláraði þetta loksins af í nótt og nú er hún komin á sinn stað og ekki lengur fyrir öllum. Ég hefði mátt vera sneggri að þessu.

Nú er komið að því að sortera myndir. Held að ég eigi eftir að velja úr cirka 18 mánuðum til framköllunar, það eru nokkuð mörg þúsund myndir þarna. Verð að fara að drífa mig að klára þetta.