Fyrsti nefndarfundur búinn

Jæja, ég var á fyrsta nefndarfundinum. Hann gekk bara mjög vel. Ég sjálfur var reyndar ekkert vel undirbúinn. Ég ætlaði alltaf að skreppa til Auðar og fá upplýsingar um hvað var að gerast í Menntamálanefnd í fyrra en hef ekki fengið mig til að trufla hana í nýja starfinu.

Það var mest talað um þá hluti sem koma að prófunum. Ég stakk upp á því að tilkynningar um einkunnir verði sendar með tölvupósti. Annars var mest rætt um einkunnaskil og prófsýningar.

Í nefndinni eru með mér Árni og Stefanía úr Vöku en Inga og Dagga úr Röskvu. Ég er búinn að biðja Ásgeir um að vera varamaður minn í nefndinni. Það er reyndar ekkert spennandi verkefni fyrir Gambrann þar sem ég er vanur að mæta alltaf á alla fundi.