Ég held að reglan í þessu mötuneyti sé að því minna spennandi sem maturinn sé á pappír (eða tölvuskjá) því betri er hann í raun. Góðar kjötbollur í dag. Pítan í gær var hins vegar skelfileg, pítubrauðið var bara eins og hamborgarabrauð sem var ekki alveg skorið í sundur. Hamborgarinn var hins vegar verstur, eftirbragðið sat í mér heillengi. Reyndar fékk ég After Eight hjá Öggu sem tók versta bragðið út en ógeðstilfinningin var ennþá þegar ég var að fara í rúmið í gærkvöldi.