Ég hefði viljað vera í Hyde Park í gær. Queen+Paul Rodgers að spila á tónleikum sem var frestað vegna árásanna um daginn. Buðu fólki sem vann að neyðaraðstoð á tónleikanna. Síðan spiluðu þeir Imagine, það hefur ekki verið gert á Queentónleikum síðan í desember 1980. Útgáfan var ekki fullkomin frekar en síðast, sem er viðeigandi. Tilfinningarnar réðu ferðinni.
…og Roger tók „and no religion too“ línuna, góður.