Það vantaði líklega bara vatn á rafgeyminn. Það er búið að vera endalaust vesen með að starta bílnum síðustu daga. Ég hélt að það væri útaf jukkinu sem safnast hefur fyrir á pólunum og þreif þá vel og vandlega, lét síðan koppafeiti á en það dugði ekki. Í gær þá var Eygló að spjalla við mömmu sína sem minntist á að það gæti verið að það vantaði vatn á rafgeyminn. Ég varð svoltið pirraður við sjálfan mig að fatta þetta ekki fyrr. Í morgun bætti ég vatni á geyminn og Eygló segir mér að eftir það hafi allt verið betra.
Það er undarlegt að vera allt í einu í þeirri stöðu að vera með vandræðabíl. Ég hef verið á þessum undragrip í rúm þrjú ár og dagsdaglega er hann draumur.
Á eftir fer ég að spjalla við fyrrverandi yfirmann minn um hvernig skal ganga frá rafmagninu heima. Annað hvort þarf ég að brjóta úr veggjunum eða einfaldlega lauma smá plasti á vírana.