Dagurinn

Dagurinn varð aðeins öðruvísi en ég bjóst við. Ég get ekki munað að tíminn byrjar 11:05 en ekki 11:15, ég kom því of seint í tíma. Eftir tímann fór ég á skrifstofu Stúdentaráðs og var látinn í að taka saman Survival kit fyrir erlendu stúdentana. Skrapp síðan út í 10-11 og endurtók í leiðinni leik gærdagsins fyrir Vigdísi Finnbogadóttur, Gimpurin og eg.

Við Arndís mönnuðum Háskólalistaborðið. Það verður nú ekki sagt að þetta hafi laðað fjölmarga að en samt gott að sýna lit.

Ég hélt síðan áfram verkefnum fyrir útlendinga. Ég var látinn í að sýna skiptinemunum Háskólasvæðið. Það gekk ágætlega, allir nema einn fóru eftir smátúr á einhvern fyrirlestur. Fyrstu gáfust reyndar upp eftir að ég sagði þeim frá því hvar partíið yrði í kvöld. Að lokum stóð ég eftir með einn gerviútlending. Það var indæl og sæt stelpa að nafni Annika. Hún hefur búið á Íslandi í fjögur ár, talar íslensku reiprennandi en fékk samt meðferð frá Háskólanum einsog hún væri bara að koma beint af bátnum. Það var nokkuð skemmtileg tilviljun að Annika er einmitt að fara í bókasafns- og upplýsingafræði. Ég sýndi henni henni öll helstu svæði sem koma náminu við. Reddaði henni síðan stundatöflu og sagði henni hverju hún þyrfti að redda. Vona að þetta gangi hjá henni.

Í kvöld festi ég síðan nokkra gólflista. Það voru smávandræði vegna þess að gólfið er dáltið mishátt á kafla en ég held að það hafi reddast.