Vaka að taka af mér heiðurinn…

Úr Vökublaðinu:

Vaka has made sure each student is issue a socalled Survival Kit containing […]

Það er nú skondið að hugsa til þess að ég og Elli vorum að pakka saman þessu sörvæval kittum núna á föstudaginn ásamt Röskvumanninum Hrafni Stefánssyni. Gott ef Annas var ekki líka með í þessu. Ég sjálfur átti að vera að kynna Háskólalistann en fór í þetta verkefni til þess eins að Vaka gæti eignað sér verkið (einsog svo margoft áður). Þrátt fyrir að Háskólalistafólk hafi þarna verið í meirihluta þá dytti okkur aldrei í hug að skrifa að H-listinn hafi tryggt erlendum stúdentum þessa pakka, að sjálfssögðu var þetta samvinna og hefði klúðrast ef svo hefði ekki verið.

Annars er Vökubæklingurinn heil endalaus uppspretta fyrir pistlaskrif. Spurning með að Vaka taki upp þetta slagorðið Útlit á kostnað innihalds, mjög viðeigandi.