Á glænýrri heimasíðu Vöku má lesa pistil frá Árna Helgasyni um hugmyndir um einstaklingskosningakerfi til Stúdentaráðs. Þessi umræða er að fara í gang núna og mun verða nokkuð áberandi í vetur. Það sem mér finnst áhugaverðast við pistil Árna er að hann nefnir ekki einu sinni Háskólalistann á nafn þó að hann sé augljóslega að tala um hann. Voðalega skrýtið eitthvað. Hins vegar get ég sagt Árna að sjálfum finnst mér að einstaklingskosningar mættu alveg taka við í sveitarstjórnarkosningum, sérstaklega í minni bæjarfélögum. Þar af leiðir að sú líking hjá honum ekki rökstuðningur fyrir því að hætta með fylkingapólitík í Háskólanum heldur frekar að við ættum líka að endurskoða sveitastjórnarkosningar.