Nú spyr ég, eftir að hafa lesið gagnrýnisgrein um síðasta Stúdentablað, finnst einhverjum æskilegt að formaður Stúdentaráðs (eða Stúdentaráð sjálft) hafi afskipti af efni Stúdentablaðsins? Á blaðið ekki að vera sjálfsstætt? Nú hefur maður vissulega heyrt óstaðfestar sögusagnir af því að ákveðnir aðilar hafi haft óeðlileg afskipti af efnistökunum en sjálfum finnst mér slíkt ekki koma til greina.