Leðurblökustúlkan á súlunni

Ég mislas bus.is og þurfti að bíða auka tíu mínútur eftir strætó. Það var reyndar í lagi því að ég hefði annars ekki rekist á leðurblökustúlkuna. Við spjölluðum á meðan bílstjórinn hamaðist á vagninum og sér. Þegar ég stóð upp til að hleypa stúlkunni út þá stoppaði hann svo harkalega að ég datt næstum. Leðurblökustúlkan nýtti hins vegar stoppkraft vagnsins til að taka netta sveiflu um súluna. Þetta minnti svoltið á leðurblökumanninn en meira á þokkafulla súludansara. Annars virðist haustið vera að fara með stúlkuna.