Stauning var það

Var það ekki Stauning á alþingishátíðinni, þegar færeyski fáninn var dreginn að hún?

Sagði nafnlausi maðurinn. Veit ekki hvort hann vill vera nefndur. Sendi honum allavega verðlaunin rétt strax. Bónusstigið er til staðar ef einhver hefur áhuga.

Mér finnst þetta áhugaverð saga og það er voðalega skrýtið að maður hafi ekki heyrt hana áður. Dansi forsætisráðherrann Stauning mætir á Alþingishátíðina 1930 þar sem Íslendingar hafa ákveðið að leyfa færeyska fánanum að njóta sín og hótar að yfirgefa svæðið ef „klúturinn“ verður ekki fjarlægður. Snögg yfirferð mín á nokkrum íslenskum heimildum um Alþingishátíðin gaf ekki af sér neinar upplýsingar um málið. Það að grípa í eina bók um færeyska sögu á ensku færði mér hins vegar upplýsingarnar fljótt og örugglega.

Það voru síðan Bretar sem fyrst viðurkenndu færeyska fánann, „strigi og merki“ einsog segir í laginu Um 50 ár.

FJERN DEN KLUD

Fjern den forbandede klud
Ellers går jeg fandeme ud
Hvis du ikke fjerner den
Så går jeg fandeme hjem igen

Fjern den klud
Fjern den klud
Fjern den klud

Fjern den forbandede klud
Ellers går jeg for helvede ud
Hvis du ikke fjerner den klud
Så går jeg fandeme ud

Fjern den klud
Fjern den klud
Fjern den klud