Áðan reif ég í sundur fartölvuna hennar Eyglóar og festi rafmagnstengilinn betur. Þetta er ekki fullkomin viðgerð en dugar væntanlega í einhvern tíma. Ég þyrfti helst að lóða þetta en ég kemst ekki almennilega að nema að taka innviðið í sundur. Verð að játa að á tímabili efaðist ég um að ég gæti sett þetta aftur saman en það hafðist á endanum. Reyndar var vonda skapið ekki gott fyrir vandvirknina. Hugsanlega finn ég einhverjar skrúfur á morgun sem engin veit hvar áttu að vera. Hugsanlega þarf maður bara að fleygja þeim aftur fyrir sig, út um glugga, til að bjarga málunum.