Var í Strætó áðan. Vagninn var að leggja af stað og bílstjórinn sá ekki að kona var að á leiðinni. Ég kallaði á vagnstjórann sem stoppaði. Konan kemur síðan í vagninn, sest aftan við mig og byrjar að kvarta og kveina yfir strætóþjónustunni almennt. Þetta gerði hún þó ég væri augljóslega að hlusta á tónlist. Ég reyndi að svara án þess að hvetja hana en að lokum byrjaði ég bara að hunsa hana. Ég nenni ekki vera stuðpúði fyrir ókunnuga. Kellingin ætti að fá sér bloggsíðu ef hún vill fá útrás fyrir kvartið, svona einsog ég.
Í gær kom síðan ekki Strætóinn sem ég beið eftir. Svoltið ömurlegt.