18du aldar félagið

Ég ákvað að fara á 18du aldar félagið áðan af því að bæði Eggert og Sigrún ætluðu. Ég mætti fimm mínútur í og þau voru ekki komin. Ég beið þolinmóður og Sigrún lét loks sjá sig á mínútunni, hafði ruglast á Strætóáætluninni. Hún var blaut á tánum og eyddi deginum í að reyna að koma hita í þær. Eggert lét sjá sig seint og síðar meir.

Án þess að fara í smáatriði þá fannst mér áhugaverðast að heyra Önnu Agnars tala um Hundadagadrottninguna. Það var held ég samdóma álit okkar þriggja. Síðasti fyrirlesturinn var þannig að Sigrún virtist vera að sofna, ég var tilbúinn að grípa blöðin hennar ef svo færi en svo fór ekki. Ólafur Grímur virtist hins vegar ná að sofna alveg í næstu sætaröð fyrir aftan.

Eftir þetta kúgaði ég Eggert til að skutla okkur Sigrúnu. Fín tímasóun alveg.